Ímyndaðu þér að þú sért á gangi og allt í einu eins og af himnum ofan þýtur í átt að þér ör sem stingst á bólakaf í upphandleggin á þér. Eðlilega bregður þér og sársaukinn nístir í gegnum bullseyemerg og bein. Þín fyrstu ósjálfráðu viðbrögð eru að sjálfsögðu að taka um örina og velta fyrir […]
Ertu búin að fá nóg af því að hlaupa eins og hamstur í hjóli?
Ertu tilbúin til að stíga skref í átt að:
-Aukinni leiðtogahæfni í leik og starfi
-Aukinni meðvitund um hvað þú stendur fyrir og hvert þú stefnir
-Bættu mataræði, betri heilsu og aukinni orku
-Auknu jafnvægi, minni streitu og meiri jákvæðni
Þá er Kvennahelgi með Önnu Steinsen og Unni Valborgu eitthvað fyrir þig.
Gefðu þér eina helgi fyrir þig og þína framtíð, fjarri amstrinu!
Þú átt það skilið!
Kvennahelgarnar eru leiddar áfram af þaulreyndum þjálfurum með áralanga reynslu af þjálfun bæði á Íslandi sem og erlendis.
Anna Guðrún Steinsen
Anna starfar sem stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi, fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum og jógakennari. Síðastliðin 12 ár hefur Anna séð um rekstur á námskeiðum fyrir ungt fólk og hafa yfir 5000 ungmenni útskrifast. Hún hefur þjálfað og veitt ráðgjöf fyrir fyrirtæki eins og Dale Carnegie, BMW (Asíu, N-Ameríku og Evrópu), Deloitte, Samskip, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka, Landsvirkjun og fleiri. Anna er gift, á fjögur börn og hund og býr í Kópavogi. Hún elskar að fara í fellihýsi með fjölskyldunni, borða hollan og góðan mat, eiga góða stund með vinum og ættingjum, fara út með hundinn í góðan göngutúr og stunda jóga.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Unnur hefur yfir 20 ára reynslu af rekstri og stjórnun. Hún starfar sem stjórnendamarkþjálfi, fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, rekur Sólgarð íbúðagistingu og Aðstoðarmann.is auk þess að vera oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra og varafomaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Unnur hefur þjálfað stjórnendur fyrirtækja á borð við Maersk, Dammco, Safmarine, Deloitte, Samskip, Landsbankann, Arion banka, Íslandsbanka, VÍS, TM, Landsvirkjun og fleiri. Unnur er gift, á þrjú börn og hund og býr á Hvammstanga. Hún er lestrarhestur, sækir orku í náttúruna, elskar útilegur, gönguferðir og ferðalög.
Áhugavert lesefni
Þeir segja að það sé gott að viða að sér fróðleik, lesa greinar og bækur, fylgjast með bloggum og það allt. Hefurðu tíma í það? Nei? Okkur grunaði það...en...þú þarft ekki að leita lengra! Hér eru nokkrar áhugaverðar greinar sem gætu komið þér af stað.
Það má gera mistök
Fjölskyldan sest við matarborðið og ætlar að fá sér að borða. Ég er búin að vera á útopnu í allan dag, vinna, ganga frá, versla og búa til matinn. Ég sest yfirleitt, á eftir öðrum fjölskyldumeðlimum, að borðinu til þess að vera viss um að allt sé komið sem við ætlum að fá okkur. Um […]
Rauði sokkurinn í suðuvélinni
Flest höfum við lent í því að setja litaða flík í þvottavélina með ljósum þvotti. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar. Fallega hvíta blússan þín fær bleikleita slikju eða öll þvottastykki heimilisins bláleitan blæ. Einn litaður barnasokkur getur ef ekki er varlega farið smitað út frá sér og eyðilagt fulla þvottavél af annars fullkomlega nothæfum þvotti nú […]
Umsagnir þátttakenda á fyrri kvennahelgum
Þegar konur koma saman myndast ótrúleg orka. Þessari helgi er vel varið og maður kemur sterkari til baka.
Uppsetning helgarinnar var algerlega "spot-on". Alltaf gaman, alltaf fræðandi, góður matur, fallegt umhverfi, frábær félagsskapur.
Kvennahelgi er góð fjárfesting fyrir sjálfa þig og í leiðinni alla aðra í kringum þig.
Frábær dagskrá, staðsetningin paradís og matur frábær. Aðstaða og umhverfi til fyrirmyndar. Hef öðlast tækifæri til að naflaskoða mig í friði með aðstoð leiðbeinenda - fer með fullt af verkfærum heim.
Eftir Kvennahelgina hef ég meira sjálfstraust, allskonar tól til að nýta mér í vinnu og heima til að koma jafnvægi á andlega og líkamlega heilsu.
Ég mæli með Kvennahelgi til að staldra við, taka stöðuna, horfa fram á við og setja markmið.
Skelltu þér á Kvenanhelgi, besta gjöfin frá þér til þín.
Ég fékk trú á sjálfa mig, tæki og tól til að vera betri útgáfa af sjálfri mér, ásamt því að upplifa kraftinn oog einlægnina í hópi ólíkra kvenna.
Skráðu þig
Algengar spurningar
Ég bý rétt hjá - get ég ekki sleppt því að gista og skotist heim á kvöldin?
Við skorum á þig að gefa þér þann lúxus að gista á staðnum. Aðalástæða þess að við staðsetjum kvennahelgarnar þannig að flestir verða að gista er sú að við fáum svo miklu meira út úr því að helga okkur þessu verkefni í þá tæpu tvo daga sem það stendur. Með því að skreppa heim á kvöldin þá náum við ekki að slíta okkur eins vel frá daglega amstrinu, förum kannski að setja í vél, hjálpa börnunum með heimalærdóminn, skulta unglingunum í partý eða hvað annað. Leyfum okkur að hugsa bara um okkur þennan stutta tíma sem kvennahelgarnar standa yfir og komum fílefldar heim að þeim loknum.
Ég hef aldrei farið í jóga - verða allir sem mæta þaulvanir jógar, hvítklæddir með vefjarhött?
Alls ekki. Sumar konurnar sem mæta á Kvennahelgi hafa farið í jóga áður og sumar hafa aldrei stundað jóga. Í jóga gerir hver og einn það sem hann getur á þeim hraða sem hentar. Ef þú hefur ekki farið í jóga áður en langað til að prufa þá er þetta frábært tækifæri.
Ég er ekki vön að borða heilsufæði - verður ekkert nema hveitigras og baunaspírur á boðstólnum?
Við munum bjóða upp á hollt og næringarríkt fæði, fæði sem venjulegt fólk á auðvelt með að tileinka sér og er ekki öfgakennt. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og það fer enginn svangur heim. Þátttakendur á fyrri Kvennahelgum hafa talað um hvað maturinn sé bragðgóður og ferskur. Ef þú hefur ofnæmi eða óþol fyrir einhverju þá biðjum við þig að láta okkur vita við skráningu.
Er námskeiðsgjaldið niðurgreitt af stéttarfélögum?
Einhver stéttarfélög hafa greitt niður námskeiðsgjaldið fyrir sína félagsmenn á fyrri Kvennahelgum. Kannaðu endilega málið hjá þínu stéttarfélagi.
Hvenær þarf að vera búið að greiða fyrir Kvennahelgi?
Pláss á Kvennahelgi eru ekki staðfest fyrr en að greiðsla hefur borist. Það borgar sig því að greiða sem allra fyrst svo þú sért trygg með plássið.
Er ekki kominn tími til að fríska upp á verkfærakistuna
Gefðu þér tíma til að líta upp
Leiðtoga- og heilsuþjálfun fyrir konur er hnitmiðuð og hagnýt þjálfun, yfir eina helgi, fjarri amstri dagsins.